Staðurinn - Paradis

Skoða innihald

Aðalval

Staðurinn

Paradís er sett á fót 2014 og ástríða stofnendanna kristallast í áherslum á gæði, ánægjuleg brögð og huggulegt andrúmsloft í ísbúðinni okkar. Takmark okkar er að búa til ís í mestu mögulegu gæðum án ónáttúrulegra litar- og bragðefna. Það sem veitir okkur mesta ánægju er að leyfa fólki að upplifa Paradís, galdur hins sanna hefðbundna ítalska íss.

Hver einasta bragðtegund verður til með ströngu vali á upprunalegum innihaldsefnum, ásamt þolinmæði og færni okkar þaulreyndu ísgerðarmanna. Paradís tekur samviskusamlega ábyrgð á nauðsyn þessa ferlis. Við í Paradís erum fullkomnlega meðvituð um skilyrðin sem þarf að uppfylla til að gera hinn fullkomna ís og við styttum okkur ekki leið gegnum viðkvæmt ferlið.

Fyrir hverja nýja uppskrift gerum við allt til að hámarka upplifun þess sem bragðar á. Hvernig? Með því einfaldlega að nota lífræn og náttúruleg innihaldsefni, sækja þau beint til viðurkenndra birgja og tryggja að við höfum yfirsýn á alla hluta framleiðsluferlisins.

Okkar sorbet og okkar ís verður til með hefðbundnum ítölskum hætti, undir vökulu auga ísgerðarmanna okkar. Í uppskriftunum er ávallt gert ráð fyrir tímanum sem það tekur fyrir ísinn að þroskast, svo hvert bragð nái sínu hámarki. Við notum eingöngu úrvals nýmjólk og ferskustu eggin frá lausagönguhænum. Engin litarefni eða gervibrögð er að finna í ísnum okkar, það er ein af okkar meginreglum.Aftur í innihald | Aftur í aðalval